Fyrir hvað ertu að greiða!
Ekki er allt sem sýnist!
Tími
Kostnaður
Fjárfesting
Það fer 4 sinnum meiri tími í allt ferlið en í myndatökuna sjálfa og ljósmyndari fær aðeins 1/4 af því sem viðskiptavinurinn greiðir í laun!
Fagmennska er fjárfesting:
Listræn afurð ljósmyndarans skilar beinum hagnaði til fyrirtækja og ómældrar ánægju til lífstíðar fyrir foreldra.
Fyrir verkefni sem kostar 100.000 með vsk og tekur 2 klst að mynda fer heill dagur í alla vinnuna en ljósmyndari fær bara 25.000 í laun.
Kúnni heldur að ljósmyndarinn fái 50.000 á tímann (100.000/2) en þegar allt er tekið til er það ekki nema 3.125kr á tímann!
100.000 x 1/4 = 25.000 => 25.000/8t = 3.125kr/klst. - Ekki getur það talist ofurlaun!
Svo er það spurning hvað ljósmyndari getur mögulega unnið mörg verkefni á viku og síðan líða mánuðir þar sem lítið er um verkefni.
Margar stéttir geta unnið og selt út ca 40klst á viku. Segjum að maður hafi sömu laun brúttó eða 3.125kr á tímann. Ef hann vinnur 40klst á viku eða 160klst á mánuði fær hann 500.000 í laun.
Ljósmyndari getur ekki selt út og unnið nema 20klst á viku að meðaltali yfir árið. Það gerir ekki nema 250.000 í laun sem er langtu undið lágmarkslaunum. Dæmið gengur ekki upp.
Ljósmyndari getur ekki selt sig undir 20.000kr á tímann nema í mjög stórum verkefnum sem taka daga og vikur.!
Til samanburðar er útseld vinna lögfræðinga, tölvufræðinga og fjölmargra annarra sérfræðinga í kringum 20.000 á tímann. Þeir geta hins vegar selt út 40 tíma á viku. Kostnaður þeirra er mun minni. Ódýrari menntun, skrifborð, 10 m2 og 500.000kr tölva.
Ljósmyndari er að nota myndavélar og linsur. Ljósabúnað, prentbúnað, tölvur og hugbúnað. Þá þarf ljósmynda ca 100m2 aðstöðu með góðri lofthæð þegar aðrir sérfræðingar þurfa 10-15m2 skrifstofu með skrifborð og tölvu.
Tími, kostnaður og tekjur ljósmyndara er breytilegar eftir því hvernig verkefni hann vinnur:
Ljósmyndarar með studio:
Portrettljósmyndari með studio
Laun 1/4 af greiðslu og 4x meiri tími
Auglýsingaljósmyndari með studio
Laun 1/5 af reikningi og 5x meiri tími - Breytilegt eftir verkefnum!
Ljósmyndarar sem vinna heiman frá sér eða deila aðstöðu:
Freelance ljósmyndari - 1/3 af reikningi og 3-4x meiri tími
Tímaritaljósmyndari
Fastráðinn!
Freelance - 1/3 af reikningi og 3x meiri tími
Myndabankar - 1/4 af reikningi og 4x meiri tími
Fréttaljósmyndari - Flestir á föstum launum!
Listrænar myndir - Misjafnt!
Landslagsljósmyndari - Biðfreið og ferðakostnaður ?
Listamenn með vinnustofu ?
Listamaður sem vinnur heima ?
Annað ?