Myndverk og prentmunir

Verðlisti

SVG file icon
 

Ein myndataka - margir möguleikar

SVG file icon
 
SVG file icon

Veggdjásn fyrir ástrík heimili

Eruð þið með vegg sem þarfnast upplyftingar?

 
 

Að myndatöku lokinni er hægt að vinna úr myndum á fjölbreyttan hátt:

  • Margar myndir gætu átt heima í myndabókum eða sem myndskrár til að eiga og deila.

  • Sumar myndir gætu komið vel út sem stækkanir og til að gefa þínum nánustu.

  • Þær allra bestu gætu hins vegar orðið að listaverki með djásnunum ykkar - sannkölluð veggdjásn.

  • Þið fegrið heimilið með barna- systkina- og fjölskyldumyndum og sendið börnunum um leið skýr skilaboð um hvað þau skipta ykkur miklu máli. Þið elskið þau - alla daga ársins.

  • Þið fjárfestið í varanlegum minningum um viðburði og tímabil í lífi barnanna ykkar - tíma sem kemur aldrei aftur.

  • Vegg-djásn er ómetanlegt listaverk af fjölskyldunni ykkar. Fjölskyldulist sem endist ævilangt.

Fegraðu heimilið með uppáhalds djásnunum þínum

 
 
Vintage - vegg-djásn

“Vintage”

Ný framsetning:

Strigamynd fest á álplötu með “Vintage” viðarramma

 

Vintage veggdjásn:

Ný framsetning fyrir virðuleg heimili!

Með þessari aðferð er strigamyndin límd beint á álplötu (Dibond/alubond). Útkoman verður meira í átt við gömul málverk en þau voru oft máluð á plötur í stað strekktan striga. Hefðbundnar strigamyndir er “strekktar” á blindramma en þetta er í öðrum klassa.

Fyrir lykil-myndir í stærri kantinum gæti þessi nýja framsetning hentað betri heimilum. Hágæða útprentun á bómullarstriga og lökkuð með UV-glæru. Klassískur viðarrammi gefur myndunum listrænt yfirbragð.

Vintage viðarrammar:

  • Klassískur ljós “Vintage” viðarrammi

  • Klassískur dökkur “Vintage” viðarrammi

Þetta er ný framsetning sem ég hef þróað sjálfur. Ég veit ekki til þess að það sé nokkur annar ljósmyndari í heiminum sem prentar út og rammar inn ljósmyndir með þessu listræna handverki.

SVG file icon

Verðlisti fyrir Vintage-framsetningu - kemur tilbúin í dökkum eða ljósum viðarramma.

Lóðrétt/lárétt - 3:2 / 4:3 Ferningslaga - 1:1 Ílangar - 2:1 / 5:2 V.m. ramma
Strigi/Vintage ::: ::: :::
40x60 - 40x50 50x50 30x60 / 25x75 75.000
50x75 60x60 40x80 / 30x90 95.000
60x90 70x70 50x100 / 40x120 125.000
 
Strigamyndir

Strigamyndir

Tímalausar strigamyndir fyrir hlýleg heimili

 

Strigamyndir eru hlýjar, notalegar og á góðu verði

Við notum vandaðan striga úr náttúrulegri bómull með fljótandi lamineringu, strekkt á blindramma með upphengjum. Prentað á hágæða prentara með endingargóðu bleki.

  • Strigamyndir eru ekki í stöðluðum stærðum heldur er það myndin og plássið sem ræður!

  • Stærðir hlaupa á 5 cm.

  • Best er að mæla veggplássið með málbandi til að ákveða stærð áður en þið pantið.

  • Myndirnar skerast mismunandi þannig að þið skulið huga að hlutföllum.

    • Láréttar eða lóðréttar!

    • Ferningslaga!

    • Ílangar - Panórama!

  • Hægt er að fá aðrar stærðir en eru í verðlista. Hafið bara samband.

  • Athugaðu með hlutföllin áður en þú pantar. Panorama mynd passar ekki í lóðrétta rammann sem þú varst búin að kaupa… Þetta vinnur allt saman.

Þið sendir pöntun á netfangið sala@jonpall.is með upplýsingum um “gerð”, “stærð”, “ramma”, “lit” og “fjölda”.

SVG file icon

Sérvaldir og sérskornir flotrammar fyrir strigamyndir

Flotrammi gerir vandaðar strigamyndir enn veglegri. Sérstaklega þegar um stærri myndir er um að ræða.

Grannur flotrammi er vinsælasti profíllinn.

Flotrammaefni fæst í nokkrum litum:

  • Lútaður/hvíttaður með mattri viðaráferð - smellpassar við minn drappleita stíl.

  • Hvítur lakkaður

  • Svartur með mattri viðaráferð

  • Svartur lakkaður

  • Ýmsir aðrir prófílar! Kíkið við til að skoða úrvalið.

Með veglegum flotramma lyfturðu börnunum á enn hærra plan…

SVG file icon

Verðlisti fyrir strigamyndir - flotrammar eru aukalega!

Lóðrétt/lárétt - 3:2 / 4:3 Ferningslaga - 1:1 Ílangar - 2:1 / 5:2 Strigamynd sér Flotrammi Verð m/flotramma
Strigi/Vintage ::: ::: ::: ::: :::
18x24 20x20 - 15.000 7.000 22.000
20x30 / 20x25 25x25 18x35 19.000 9.000 28.000
25x30 30x30 20x40 25.000 10.000 35.000
30x45 - 30x40 40x40 25x50 / 20x60 35.000 12.000 47.000
40x60 - 40x50 50x50 30x60 / 25x75 49.000 15.000 68.000
50x75 60x60 40x80 / 30x90 65.000 19.000 84.000
60x90 70x70 50x100 / 40x120 79.000 25.000 104.000
 
Álmyndir

Álmyndir

Stílhrein framsetning fyrir nútímaleg heimili.

 

A: Álmynd með álramma

Glerfrítt og glampalaust. Í stað glers er límd hlífðarfilma yfir myndina til að verja hana óhreinindum og ágangi tímans.

  1. Fyrst er myndin prentuð á hágæða ljósmyndapappír.

  2. Þá er hún límd á álplötu sem er stíft og endingargott efni.

  3. Síðan er hún lamineruð með UV filmu.

  4. Loks er hún römmuð inn í álramma með upphengjum.

  5. UV filman ver myndina fyrir útfjólubláum geislum sem upplita myndir og svo eru auðvelt að strjúka af henni með klút.

Rammaefnið er til í nokkrum litum: Svart, dökkgrátt, ljósgrátt, hvíttað og hvítt ásamt nokkrum viðarlitum.

Álmyndir eru ekki í standard stærðum heldur hlaupa á 5 cm.

B: Fljótandi álmynd

Rammalaus fljótandi framsetning.

  1. Mynd prentuð á vandaðan ljósmyndapappír.

  2. Myndin er límd á álplötu

  3. Lamineruð með hlífðarfilma.

  4. Festingar settar á bakið þannig að myndin “flýtur” aðeins frá vegg.

Hægt er að fá stærri myndir en er í verðlista. Hafið bara samband.

SVG file icon

Verðlisti fyrir álmyndir:

Sama verð er fyrir álmynd í álramma og “fljótandi” álmynd sem er með rammagrind á baki til að halda myndinni frá vegg

Lóðrétt / lárétt: Ferningslaga: Panorama: Álmyndir-verð
::: ::: ::: Verð m. VSK
30x45 40x40 25x50 45.000
40x60 50x50 30x60 55.000
50x75 60x60 40x80 75.000
60x90 80x80 50x100 90.000
 
Stækkanir með kartoni

Stækkanir

Útprentun á ljósmyndapappír með sýrufríu kartoni

 

Ljósmynd með kartoni

Stílhrein framsetning og gott verð.

Stækkanir eru afhentar tilbúnar með sýrufríu kartoni (passepartout) sem verndar myndina. Kartonin passa beint í algengustu rammastærðir.

  1. Standard - passar í hefðbundna ramma

  2. Ferningslaga - passar í ferningslaga ramma

  3. Ílangar / panórama - passar í lengri ramma en gæti þurft sérskorinn ramma!

  4. Margar saman - 2-5 myndir saman í staðlaða ramma

  5. Risamyndir sem vegg-djásn. Hafið bara samband.

Athugið að myndir eru í mismunandi hlutföllum: Lóðréttar/láréttar | Ferningslaga | Ílangar!

Stækkanir með kartoni í plastvasa eru vinsæl og persónuleg gjöf til ykkar nánustu.

SVG file icon

Tilbúnir rammar

Vandaðir rammar - staðlaðar stærðir - gott verð

Vandaðir myndarammar úr gegnheilum viði.

Ferkantaður prófíll - margar rammastærðir.

Til í eftirfarandi tónum:

  • Lútaðir/hvíttaðir með viðaráferð - smellpassar við minn drappleita stíl.

  • Svartir - lakkaðir

Rammarnir eru frá Nielsen Bainbridge einum stærsta rammaframleiðanda í heimi.

SVG file icon

Stækkanir - verðlisti.

Lóðrétt/lárétt Verð m/kartoni Karton/rammi Ferningslaga Panorama V. m/ Quadrum ramma
➡︎ Myndastærð/cm ⬅︎ Rammastærð - cm Mynd/karton - cm Mismunandi (hlutföll) Verð með kartoni Nielsen Quadrum-Lút/Sv/Hv/
10x15 (Albúmsstærð) 8.500 15x20 10x10 - (án kartons) - 12.000
13x18 (Innifalið) 9.500 18x24 15x15 - 20x20 9x18/18x24 (2:1) 7.600
18x24 14.000 24x30 20x20 / 30x30 14x24/21x30-A4 (16:9) 11.200
20x30 (Innifalið) 19.000 30x40 - 15x30/30x40 (2:1) 15.200
30x40 29.000 40x50 40x40 / 50x50 20x40/30x50 (2:1) 23.200
40x60 39.000 60x80 50x50 / 60x60 17x52/25x60 (3:1) 31.200
Risamyndir og sérstærðir Hafið samband! - - - -

Magntilboð

20% afsláttur fyrir fleiri en eitt eintak af sömu mynd í sömu stærð ➡︎ 2+

 
Innbundnar myndabækur

Myndabækur

Varanlegar minningar sagðar í eigulegri myndabók

 

Sérhannaðar bækur í einu eintaki með 10+, 20+ eða með eins mörgum myndum og þið viljið :-)

Það má velja fleiri myndir í bókina en það sem er innifalið í myndatökunni.

Aukamyndir í bækur eru ódýrustu útprentanirnar og þeim fylgir líka stafræn eintök.

Myndabækurnar er sérhannaðar fyrir hvern og einn.

Myndirnar eru ca 11x16 cm. Það fer þó eftir hlutföllum, lóðrétt, lárétt, ferkantað eða heil opna. 

Myndabók er eiguleg minning og fyrirtaks gjöf. Þær henta fyrir nýbura, barna-, fermingar-, stúdenta- og fjölskyldumyndatökur.

20% afsláttur af aukabókum…

SVG file icon

Verðlisti fyrir myndabækur:

Litprentuð kápa mynd og nafni eða svört/hvít Stærð Kápa Innif: Grunnverð:
::: ::: ::: ::: Verð m/vsk
Svört eða hvít kápa. Harðspjalda myndabók með 10+ myndum (ekkert hámark) 20x20cm Svört/hvít kápa 10+ myndir 29.000
Myndabók 20x20cm með litprentaðri kápu t.d. mynd og nafn - 20+ myndir (ekkert hámark) 20x20cm Litprentuð kápa 20+ myndir 39.000
Stór myndabók 30x30cm með litprentaðri kápu t.d. mynd og nafn - 20+ myndir (ekkert hámark) 30x30cm Litprentuð kápa 20+ myndir 49.000
Aukamyndir í bækur - einnig afhent stafrænt - - Stakar myndir 4.500 stk.
10+ aukamyndir í bækur (20% afsl.) - einnig afhent stafrænt - - 10+ myndir 3.500 stk.
Aukabækur - 20% afsláttur fyrir "eins" bækur* - - 10+/20+ - 20%

Fyrir “flóknar” fjölskyldur er hægt skipta um 1-2 myndir í bók en samt teljast “eins”. *

 
Stafrænar myndir til að eiga og deila

Myndskrár

Stafrænar myndir til að eiga, mæra, dást og deila

 

Net-upplausn

Stafrænar myndir. Stærðin samsvarar 10x15cm í prentun eða 1.600 pixlar í skjáupplausn.

Með "unnum" myndum er átt við að þær eru skornar til og yfirfarnar, sár og marblettir fjarlægðir o.fl.

Ef myndatakan heppnast vel getið þið fengið fleiri myndir umfram það sem er innifalið í myndatökunni.

Hægt er að fá stærri fæla eða allt að A3+ stærð sem er ca 5.000 pixlar eða fyrir stækkanir 40x60cm og enn stærri. Sjá “Prentleyfi

Þið getið líka fengið auka “stafræn eintök” sem eru ekki í bók.

Net-upplausn Prentstærð/pixlar Verð/stk
::: ::: :::
Auka stafrænar myndir í netupplausn - (ca A6) 10x15cm / 1.600px 2.500
10+. 10 eða fleiri stafrænar aukamyndir í netupplausn 10x15cm / 1.600px 1.900
 

Prentleyfi

Með "Prentleyfi" getið þið unnið sjálf úr myndunum (til eigin nota).

Myndskrárnar (fælarnir) eru þá afhentir í hærri upplausn en það sem er innifalið. Þannig getið þið látið prenta og ramma inn fleiri myndir. Það getur verið allt frá miðlungs stækkunum upp í risamyndir.

Það eru kostir og gallar sem fylgja því. Það getur kostað minna, sérstaklega ef þið viljð prenta margar eins myndir, eða velja aðra framsetningu en ég býð uppá. Á móti kemur að þá hef ég minni stjórn á lokaútkomu. Myndir eru í raun ekki fullunnar fyrr en listamaðurinn er búin að fullvinna myndirnar, prenta og setja í karton eða ramma.

Til þess er fagfólkið…

Net-upplausn Prentstærð/pixlar Verð/stk
::: ::: :::
Prentleyfi A3+ - Stök mynd í fullri upplausn A3+ - 30x40cm / 5.000px 12.000
Prentleyfi 10 - 10 myndir í fullri upplausn A3+ - 30x40cm / 5.000px 65.000
Prentleyfi 20 - 20 myndir í fullri upplausn A3+ - 30x40cm / 5.000px 99.900
 
Hágæðaprentari

Full þjónusta

Útprentun og innrömmun - allt á einum stað

 

Full myndaþjónusta til að þið losnið við allt vesenið

Ég er með áratuga reynslu af myndatökum, myndvinnslu, hönnun og útprentun. Fólk kemur til mín til að fá TOPP MYNDIR og FULLA ÞJÓNUSTU. Þú þarf því ekki að þeytast út um borg og bý til að leita að útprentun, innrömmun eða annarri prentþjónustu hjá mörgum aðilum sem hafa minni ástríðu fyrir “mínum” verkum. Handverkið er punkturinn yfir i-ið.

Ég nota fyrsta flokks prentefni og hágæða prentara, 8 lita Epson P8000 með litarefni sem endist í 100+ ár. Þá er ég með innrömmunarþjónustu til að skila myndverkum tilbúnum til að hengja upp á vegg.

Jón Páll ljósmyndari hefur verið að búa til myndir síðan hann byrjaði að fikta við ljósmyndun í MA 1985. Fullkomnunarárátta ljósmyndarans sér um að útprentun, innrömmun og frágangur verði fyrsta flokks og endist ævilangt.

Fagmennska tryggir gæðin

 
Jón Páll, ljósmyndari að prenta út "fine art" myndir
SVG file icon
 

Hvað á myndin að vera stór?

Gamalt húsráð er að setja málningarteip, eða annað límband sem skilur ekki eftir sig lím, fyrir útlínurnar. Þá er auðveldara að sjá fyrir sig hvaða stærð hentar rýminu best!

Persónulegri listaverk eru vandfundin

 
SVG file icon
 

Þarftu aðstoð við að setja upp myndavegg?

Þið getið sent okkur mynd af veggnum ykkar og við setjum upp skissur þannig að þið sjáið hvernig veggurinn gæti litið út áður en búið er að setja nokkurn nagla í vegginn.

Fegraðu heimilið með myndverkum af börnunum þínum

 
SVG file icon
 

10 góðar ástæður til að koma með fjölskylduna í myndatöku:

 
  1. Þið eignist einstök listaverk af fjölskyldunni ykkar.

  2. Myndverk og prentmunir eru lífstíðareign.

  3. Þið varðveitið ómetanlegar minningar um viðburði og tímabil í lífi barnanna, tímaskeið sem koma aldrei aftur.

  4. Notið tækifærið og fegrið heimilið með myndum af mikilvægasta fólki í heimi - börnunum ykkar.

  5. Þið sendið börnunum ykkar skýr skilaboð um það hvað þau skipta ykkur miklu máli - við elskum ykkur.

  6. Þið eruð þátttakendur í listrænu ferli sem er spennandi, skapandi og skemmtilegt.

  7. Þið getið fengið margar gerðir myndverka og prentmuna úr einni myndatöku - allt eftir ykkar þörfum.

  8. Fjölskyldumyndir kosta minna en ýmsar fjöldaframleiddar vörur sem veita ykkur takmarkaða ánægju og endast stutt!

  9. Myndir í “skýinu”! Hvað endast þær lengi og hvað verður um þær í framtíðinni?

  10. Eru börnin ekki merkilegasta og mikilvægasta sköpun ykkar. Þau eru fallegustu djásnin til að setja á veggina ;-)

Listrænt handverk - Sérsniðið að þínu heimili

SVG file icon

Jón Páll - ljósmyndari

Fyrir þínar mætustu minningar

Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson | sala@jonpall.is