Mig vantar mynd - Hvað kostar?

 

Fyrir rekstraraðila skiptir oftast miklu meira máli hver arðsemin af verkefninu er og hvaða árangri fjárfestingin skilar heldur en hvað kostar að búa myndefnið til.

“ROI rules!”

Ef þið semjið um “verð” getið þið kannski sparað nokkra þúsundkalla! Hins vegar ef við vinnum út frá “verðmæti” vinnunnar okkar er mun líklegra að við skilum ykkur betri arðsemi.

Í sumum tilvikum er fjárfesting í skilvirku markaðsmyndefni ein sú besta fjárfesting sem fyrirtæki leggja í.

Hraðsoðið eða matreitt með öllum brögðum meistarans?

Hverjar eru væntingarnar? Hversu vandað myndefni þurfið þið? Hversu margar myndir? Hversu stórar? Hversu víða birtist efnið. Hversu lengi komið þið til með að nota þær? Ef þetta er auglýsingaherferð þá á hvaða markaði, innlendum eða erlendum. Er komið “budget” á verkefnið! Eða er þetta bara eitthvað smotterí. Það þarf að skilgreina það líka!

Ólík verkefni kalla á mismunandi nálgun! Því meira sem ég veit um verkefnið því betur get ég áætlað kostnað og í framhaldi uppfyllt ykkar þarfir.

Hafðu samband hér fyrir neðan en svo má líka hringja;-)

Myndataka í íshelli

SVG file icon

A, B, C, D - verkefni!

Það má gróflega skipta verkefnum í 4 flokka eftir umfangi.

A - Verkefni

  • Auglýsingaherferðir

  • Stærstu verkefnin þar sem mest liggur undir og aðeins færustu ljósmyndarar hafa getu til.

  • Myndir af frægum einstaklingum. Myndir sem birtast víða og eða lengi.

  • Forsíður á tímarit, bókakápur og fleira sem eru líka notaða sem auglýsingaefni.

  • Stærri verkefni fyrir erlenda markaði.

  • Lykilmyndir sem þurfa að vera fyrsta flokks.

  • Umhverfismerkingar og ýmis risaprentun sem hefur lengri líftíma.

A - verkefni eru topp, topp verkefni. Þegar birtingaféð og öll önnur notkun er tugföld eða hundraðföld á við framleiðslukostnaðinn við myndefnið. Þá viltu líklega ekki spara í myndatökuna. Að myndirnar nái í gegn og skili árangri skiptir svo miklu meira máli. Unnið út frá heildararðsemi verkefnisins!

B - Verkefni:

  • Fjölbreytt kynningarefni - annað en birtar auglýsingar.

  • Fáar en góðar lykilmyndir.

  • Vandaðar portrettmyndir.

  • Vandaðar fasteignamyndir.

  • Vandaðar vöruuppstillingar

  • Promo myndir fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk.

  • Hópmyndir

  • Skapandi ritstjórnarefni.

  • Auglýsingar fyrir smárekstur og einstaklinga!

B - verkefni þegar þarf fáeinar vandaðar myndir en það er ekki verið að leggja til milljónir í birtingarkostnað!

Almennt er minna greitt fyrir ritstjórnarefni “editorial” en slík verkefni geta verið áhugaverð og haft “annað” verðmæti fyrir ljósmyndarann svo sem ferðalög, myndir af frægu fólki, tækifæri til að gera listrænar myndir o.fl.

C - Verkefni:

  • Vörulistar

  • Vörur fyrir vefverslanir

  • Lookbooks

  • Starfsmannamyndir

  • Fasteignamyndir

  • Dagblaðamyndir

  • Ritsjórnarefni fyrir heimasíður og félagsmiðla, (e. creative content)

  • Ráðstefnur og fundir

  • Ýmis smáverkefni

C - verkefni snúast um “magn og hraða”. Að vinna myndir sem þurfa að vera góðar en hafa takmarkað verðgildi í sjálfu sér. Maður gerir málamiðlanir, vinnur hratt, styttir ferlið en gerir sitt besta miðað við aðstæður.

Útkoman er kannski ekki það besta sem ég get gert en “nógu gott”. Við köllum slík verkefni “salt í grautinn” en það má hafa gaman af því líka..

D - Verkefni:

  • Startup verkefni - sem mega ekkert kosta!

  • Ýmis smáverkefni

  • Ókeypis vinna!

Fame & glory!

Það kostar að vera með rekstur. Leiga kostar sitt. Myndavélabúnaður kostar. Ljósabúnaður kostar. Tölvu- og hugbúnaður kostar. Nám og reynsla kostar. Það kostar að reka farartæki. Launatengd gjöld eru ekki ókeypis. Ríki, bankar, lífeyrisjóðir og matvöruverslanir gefa enga afslætti. Makinn vill komast í frí til útlanda. Börnin öskra á mat. Svo kemur að því að þau vilji mennta sig. Listinn heldur áfram…

Ég get ekki borgað leiguna með “frægð” og ekki vill bankinn taka “frama” upp í lánin mín. Viljið þið ekki bara gera þetta sjálf?

Sjá C - verkefni…

SVG file icon

Eru auglýsingabirtingar ykkar beittar eða bitlausar?

Myndrænar markaðslausnir

Markaðsefni” hefur víðtæka merkingu en við greinum á milli ljósmynda til notkunar í “auglýsingar” og ljósmyndir fyrir “annað kynningarefni

Auglýsingaefni

Fyrir beinar auglýsingar og auglýsingaherferðir, þar sem að baki liggur heilmikið birtingafé, eru væntingar um að herferðin skili árangri, fjárhagslegum og/eða að önnur markmið náist? Arðsemi (ROI) verkefnisins gæti numið tugum eða hundruðum milljóna! Gæðin eru á hærra plani og þar gildir önnur verðskrá. Þetta er önnur þjónusta með meiri undirbúningi, fleira fólki, meiri hugmyndavinnu, meiri samvinnu, meiri eftirvinnslu o.s.frv. Myndefnið þarf að vera beittara, fyrsta flokks, eitthvað nýtt, eitthvað frumlegt, unnið án málamiðlana og skapar þ.a.l. meiri verðmæti fyrir auglýsandann. Þar kemur líka inn í “notkun”. Í hversu langan tíma stendur verkefnið, á hversu stóru markaðssvæði, hver er dekkingin o.s.frv.

Hægt er að nota “auglýsingaefni” í “annað kynningarefni” enda er greitt meira fyrir það.

Verðtilboð byggist á eftirfarandi:

  1. Áætluð vinna ljósmyndara

  2. Áætluð vinna aðstoðarfólks

  3. Áætlaður útlagður kostnaður

  4. Birtingaréttur skv. áætlaðri notkun

Myndir færa fjöll! - (með hjálp Photoshop).

Í stuttu máli er það þannig að á meðan myndirnar “vinna” eða “gera sitt gagn” þá er eðlilegt að greiða fyrir þær. Endurbirting er lítill hluti af kostnaði við að búa til nýtt. Þegar myndirnar eru búnar að skila sínu hlutverki eða skila ekki lengur arðsemi þá þarf að skipta þeim út fyrir nýjar myndir með tilheyrandi kostnaði!

Annað kynningarefni

Kynningarefni annað en birtar auglýsingar.

Vegna þess hve ég vinn fyrir fölbreytta viðskiptavini að ólíkri stærðargráðu og með mismunandi þarfir þurfum við að tala sama tungumálið. Auglýsingar eru markaðsefni en notkunin er ólík “öðru kynningarefni”. Fyrirtæki gæti verið að nota 99 ólíkar myndir í ýmiskonar kynningarefni en 1 mynd heldur uppi sölustarfi fyrir 100 milljónir. Birtingakostnaður fyrir þessa einu auglýsingu gæti verið 90% af markaðsfé fyrirtækisins. Til að standa undir þeim væntingum setjum við extra púður í auglýsingaefni og gerum það án málamiðlana. Fyrir annað kynningarefni gerum við vel en það eru óhjákvæmilega málamiðlanir. Styttra ferli, minni verðmæti, takmörkuð notkun og þ.a.l. lægra verð. Færra fólk, minni undirbúningur, minni eftirvinnsla o.s.frv.

Vegna þess að um ólíka þjónustu er að ræða og ódýrari verðskrá er ekki gert ráð fyrir að “annað kynningarefni” sé notað í auglýsingaherferðir. Svo skarast þetta en við finnum alltaf sanngjarna lausn.

Verð byggist fyrst og fremst á áætlaðri vinnu ljósmyndara og öðrum kostnaði ef einhver er!

Notkun og birtingaréttur

Það ætti að vera augljóst að “Nike USA” borgar meira fyrir myndefnið sem fer í birtingu í 6 heimsálfum og notað í 10 ár en Nonni nuddari á Neskaupstað sem birti litla auglýsingu í “Norðfirsk tíðindi” í eitt skipti. Nike er með 100 billjón birtingar fyrir 8 milljarða jarðarbúa og selur íþróttafatnað fyrir silljónir! Nonni notaði myndina bara 1 sinni (en þó pöntuðu 5 Norðfirðingar sér tíma í nudd :-)

Flest verkefni liggja þarna einhver staðar á milli! Með góðum samskiptum komust við að ásættanlegri niðurstöðu.

Með notkun er átt við:

  • Gæðakröfur - Leikfangabíll eða Ferrari?

  • Magn - Hversu margar fullunnar myndir?

  • Stærð - Flennistórar eða vefupplausn?

  • Markaðssvæði - Austurland, Ísland, Evrópa, heimurinn?

  • Tímabil - Hversu lengi er verkefnið virkt?

  • Tíðni - Hversu örar eru birtingar?

  • Dekking - Hvers þétt er dekkingin?

Almennt eru ljósmyndarar að miða við 18 mánuði notkunarrétt hér á Íslandi. Mest af myndefni er búið að nota á þessum 18 mánuðum og úreldist þar með sjálfkrafa. Það eru undantekningartilvik að myndefnið skilar svo góðum árangri að kúnninn vill framlengja notkun. Algengur kostnaður er 50% af vinnu ljósmyndara fyrir hvert ár í viðbót.

Þá er til svokallað “buy out” en þá kaupir kúnninn notkunarrétt til langs tíma. Þetta eru samt undantekningar og umsemjanlegt þegar og ef að því kemur.

Höfundarréttur er réttur myndhöfundarins / ljósmyndarans. Það sem viðskiptavinurinn þarf er “birtingaréttur og/eða notkunarréttur” og hann er umsemjanlegur!

Höfundarréttur hefur afskaplega takmarkað gildi í sjálfu sér. Í 25 ár hefur aldrei reynt á “höfundarétt” hjá mér. Hann kraumar samt þarna undir og án hans gætu ljósmyndarar einfaldlega ekki starfað.

SVG file icon

Fyrir hvað ertu að greiða!

 

Tími

Myndatakan sjálf er bara partur of löngu ferli við myndsköpun og rekstur.

Kostnaður

Laun til ljósmyndara eru bara brot af kostnaði

Búnaður

Það þarf fjölbreyttan og dýran búnað til myndatöku og myndvinnslu.

Svipaða sögu má finna hjá ÖLLUM rekstraraðilum. Þetta er bara “business as usual”. Pínu skrítið þegar fólk heldur að það gildi einhver annar raunveruleiki fyrir ljósmyndara en allan annan rekstur.

Glamúrinn sköpum við fyrir framan myndavélina - raunveruleikinn fyrir aftan hana…

 

Það fer þrefalt meiri tími í allt vinnsluferlið en í myndatökuna sjálfa og ljósmyndari fær aðeins um þriðjung af reikningnum í laun!

Viðskiptavinurinn heldur þetta:

Þú varst bara í eina klukkustund að vinna verkefnið og rukkaðir 200.000 fyrir!

Djö. ertu á góðum launum…

Raunveruleikinn er þessi:

Þetta tók hálfan dag með undirbúningi, ferðum og eftirvinnslu og ég fæ bara einn fjórða í laun eða 50.000 fyrir hálfan dag. Svo fékk ég ekki annað verkefni þennan dag né þann næsta þannig að daglaunin mín eru nú ekki merkileg…

SVG file icon

Að því sögðu!

En mig vantar bara eina mynd….!

Áður en þú spyrð okkur þessarar spurningar þá máttu vita að þessi setning þýðir dýrustu vinnuna og mögulega minnstu gæðin! Það kostar nefnilega mest að stilla upp fyrir eina mynd sem tekur í raun bara 1/100 úr sekúntu. Næstu myndir á eftir kosta hlutfallslega miklu minna og því fleiri myndir sem við vinnum í einu þeim mun minna borgarðu fyrir hverja mynd. Með því að skilgreina verkefnin betur þá kostar það minna og árangurinn verður betri. Ef þið eruð til dæmis að gera heimasíðu eða bækling þá gerirðu kannski kostnaðaráætlun í Excel. Prentkostnaður kostar I, hönnun kostar II, dreifing kostar III, myndir IV o.s.frv. en ekkert af hinu geturðu notað aftur. Myndirnar gætirðu hins vegar notað í merkingar, vefborða, bæklinga, nafnspjöld, auglýsingar og svo má lengi telja - EF það er gert ráð fyrir því og samið um það í upphafi.

Með því að vinna út frá því að ykkur vanti myndrænar markaðslausnir sem eru nýttar í fjölbreytt auglýsinga- og kynningarefni þá kostar vinna ljósmyndarans miklu minna þegar upp er staðið. Allt kynningarefni verður betra, markvissara og arðsemin eykst. Þá er hægt að leggja meira fé í að skapa betra myndefni og í því erum við best ;-)

Að því sögðu getum við að sjálfsögðu gert bara eina mynd. Kúnninn hefur jú alltaf rétt fyrir sér…!

Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari

SVG file icon

Fáðu tilboð:

Til að gera verðtilboð þarf ég meiri upplýsingar:

  • Gæðakröfur - Leikfangabíll eða Ferrari?

  • Magn - Hversu margar fullunnar myndir?

  • Stærð - Flennistórar umhverfismerkingar eða netupplausn?

  • Markaðssvæði - Ísland, Evrópa, heimurinn?

  • Tímabil - Hversu lengi er verkefnið virkt?

  • Annað?

Svo má líka hringja: 519 9870

Farið er með allar upplýsingar um tilboð, og allt sem þar kemur fram, sem trúnaðarmál.

SVG file icon
SVG file icon