Karakter-portrett
Hver er þín birtingarmynd?
Persónusköpun fyrir áhrifafólk og fyrirmyndir
Ef þín persóna skipti máli og þú vilt hafa áhrif í samfélaginu þá þarftu góðar myndir til að þín skilaboð að nái í gegn.
Karakter-portrett er myndræn framsetning fyrir frammáfólk og opinberar fyrirmyndir svo sem: listamenn, stjórnendur, fagfólk, fræðinga, stjórnmálafólk, forstjóra, eigendur og fleiri til birtingar í hinum ýmsu miðlum.
Með eftirtektaverðri portrettmynd sendir þú skýr skilaboð út í samfélagið um hvað þú stendur fyrir þannig að fólk tekur betur mark á þér.
Sérsniðin ímyndarmynd fyrir þína ásjónu og ásýnd.
Sýnishorn af verkum - Smellið til að skoða stærri
Þegar orðstír, trúverðugleiki og traust skiptir máli!

Auðþekkjanlegur?
Með góðri portrettmynd sendirðu út skilaboð um fagmennsku, trúverðugleika, sjálfstraust og stíl.
Eftirtektarverð mynd er fjárfesting til framtíðar
Með góðri portrettmynd ertu að fjárfesta í sjálfum/sjálfri þér. Ekki gjaldfella það sem þú hefur afrekað á löngum ferli með lélegri mynd sem flakkar stjórnlaust um alnetið.
Þó að það sé eitt ákveðið verkefni sem þú stendur frammi fyrir núna þá munu góðar portrettmyndir nýtast þér um ókomin ár. Ef þú hugsar það í víðara samhengi þá eru góðar portrettmyndir ómetanlegar. Þetta snýst ekki um verð á myndatöku heldur hversu verðmæt/ur þú ert!
Hver ert þú?
Markmiðið er að ná þér og því sem þú stendur fyrir! Jafnvel skapa ímynd í kringum það sem þú hefur afrekað eða stendur fyrir! Þegar vel tekst til tekst okkur jafnvel að mynda þína innri persónu skapað táknmynd af þér “e. icon”.
Það þarf að finna rétta útlitið fyrir myndirnar, skapa tilfinningu og stemningu sem hentar verkefninu! Klæðnaður og stíll skiptir miklu máli. Við mælum með að vanda fataval og taka með auka fatnað til að prófa mismunandi útgáfur. Mæta vel snyrt og úthvíld. Gott er að bóka saman tíma snyrtingu og myndatöku þannig að þú mætir í myndatatökuna sem besta útgáfan af sjálfum þér.
Metnaðarfull myndataka
Í myndatöku hjá okkur er hægt að fara í margar ólíkar áttir en þetta snýst í raun um að skapa rétta ásýnd fyrir þína ásjónu.
Bókaðu tíma í myndatöku hjá virtum ljósmyndara með yfir þrjátíu ára reynslu af ímyndarsköpun og umbreytinging verður sjáanleg. Þú ert skrefi nær eigin markmiðum með nýrri portettmynd þar sem þú er besta útgáfan af sjálfum/sjálfri þér.
Verð og tímabókun:
Portrettmyndir eru unnar í fullkomnu stúdíó og á flottu setti. Við erum með fjölbreytta bakgrunna og setjum upp framúrskarandi lýsingu til að sýna þig í réttu ljósi. Með meiri eftirvinnslu í Photoshop þar sem öllu tjaldað til færðu einstakar portrettmyndir til birtingar í fjölmiðlum og á neti.
Hvað er nú hvað?
Portrettmynd - Persónumynd - Prófílmynd - Passamynd
Mismunandi nálgun fyrir ólíka notkun ⇢ Gæðamunur, stærðarmunur og verðið eftir því!
Karakter portrett eru vandaðar ímyndar myndir með miklu meiri sköpunarkrafti. Sett meira púður, kraftur og dínamík í verkið til að búa til eftirtekta verða mynd af þér.
Persónumyndir eru eigulegar heimilislegar myndir sérstaklega til að prenta út. Vandaðri og sett meiri vinna í verkið heldur en í prófílmyndum.
Prófílmyndir eru fínar andlitsmyndir í netupplausn fyrir heimsíðu og félagsmiðla.
Passamynd er í raun bara lítil einföld til að þú þekkist. Gæðin takmarkast af ríkisstöðlum.
Karakter-portrett fyrir skýr skilaboð!
⇢ Ímyndarsköpun fyrir opinbera einstaklinga.
Við gefum þér meiri tíma, vinnum betur á stærra setti með meiri stjórn á lýsingu. Flottari bakgrunnar, meira photoshop, hærri upplausn. Fyrir portrettmynd geturðu komið með föt til skiptanna og jafnvel verið betur undirbúin með hárgreiðslu, förðun og leikmuni. Við hjálpum þér að skapa ímynd af þinni persónu! Afhent í hárri prentupplausn til að hægt verði að nota myndirnar í markaðs- og kynningarefni.
Upplýsingar um Portrettmyndir
Persónulegar og eigulegar myndir.
⇢ Til að eiga, deila og fegra heimilið
Persónumyndir eru vandaðar portrettmyndir af einstaklingum, pörum og hjónum til heimilisnota. Til dæmist til að setja í ramma upp á vegg eða standramma. Unnið á setti með góðri lýsingu, heimilislegum bakgrunni og gefum ykkur meiri tíma. Unnið í Photoshop og afhent í hærri upplausn heldur en Prófílmynd. Heldur mildari og heimilislegri stíll heldur en í karakter-portrett.
Upplýsingar um Persónumyndir
Frjálslegar andlitsmyndir
⇢ Einfalt og ódýrt
Það sem við köllum prófílmyndir (mini portrett) eru frjálslegar passamyndir þar sem þú mátt brosa, snúa til hliðar, halla höfði, hafa öðruvísi bakgrunn og jafnvel laga aðeins. Þær eru hins vegar teknar á litlu einföldu passamynda-setti sem þýðir einfalt og ódýrt. Afhentar í net-upplausn.
Upplýsingar um Prófílmyndir
Formfast til að þú þekkist!
⇢ Unnið skv. opinberum stöðlum
Passamynd (e. ID photo) er auðkennismynd samkvæmt stífum kröfum hins opinbera til að þú þekkist á myndinni. Auðkennismyndir eru þ.a.l. ekki endilega besta útgáfan af þér. Lýsing beint framan á, engir skuggar, einfaldur bakgrunnur og þá má ekkert eiga við myndina í eftirvinnslu. Úprentaðar litlar myndir og afhentar stafrænt í lágri upplausn.
Upplýsingar um Passamyndir
© Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari