Fjölskyldulist

Fyrir þínar mætustu minningar

SVG file icon
 
 

“Mitt markmið er ætíð það sama, að skapa svo fallegar fjölskyldumyndir að þær geta orðið að listaverki.

Þannig fáið þið tækifæri til að fegra heimilið ykkar með myndum af mikilvægasta fólki í heimi -

- fjölskyldunni ykkar”


Jón Páll Vilhelmsson - ljósmyndari

 
SVG file icon

Ein myndataka - margir möguleikar

SVG file icon
SVG file icon

Myndverk

Listrænt handverk - Sérsniðið að þínu heimili

  1. Þið eignist einstök listaverk af fjölskyldunni ykkar sem er lífstíðareign.

  2. Þið varðveitið ómetanlegar minningar um viðburði og tímabil í lífi barnanna, tímaskeið sem koma aldrei aftur.

  3. Notið tækifærið og fegrið heimilið með myndum af fallegasta fólki í heimi - börnunum ykkar.

  4. Þið sendið börnunum ykkar skýr skilaboð um það hvað þau skipta ykkur miklu máli.

  5. Þið eruð þátttakendur í listrænu ferli sem er spennandi, skapandi og skemmtilegt.

  6. Þið getið fengið margar gerðir myndverka og prentmuna úr einni myndatöku - allt eftir ykkar þörfum.

  7. Fjölskyldumyndir kosta minna en ýmsar fjöldaframleiddar vörur sem veita ykkur takmarkaða ánægju og endast stutt!

  8. Myndir í “skýinu”! Hvað endast þær lengi og hvað verður um þær í framtíðinni?

Hvað hentar ykkur og ykkar heimili er svo ykkar að ákveða!

Þið sendir pöntun á netfangið ljosmyndari@jonpall.is með upplýsingum um “gerð”, “stærð”, “ramma” og “fjölda”.

Endilega hafið samband ef eitthvað er ekki ljóst.

SVG file icon

Strigamyndir

Hlýlegar barna, systkina og fjölskyldumyndir - með eða án flotramma.

 

Tímalausar strigamyndir fyrir hlýleg heimili.

Við notum vandaðan striga úr náttúrulegri bómull með fljótandi lamineringu, strekkt á blindramma með upphengjum. Prentað á hágæða prentara með endingargóðu bleki.

  • Strigamyndir eru ekki í stöðluðum stærðum heldur er það myndin sem ræður því hvað hentar best.

  • Stærðir hlaupa á 5 cm.

  • Best er að mæla veggplássið með málbandi og senda svo fyrirspurn á okkur.

  • Myndirnar skerast mismunandi þannig að þið hugið að hlutföllum.

    • Lóðréttar eða láráttar | 2:3 eða 3:4 format

    • Ferningslaga | 1:1 format

    • Ílangar - Panórama | 2:1 / 2,5:1. / 3:1 format

  • Hægt er að fá stærri myndir en er í verðlista. Hafið bara samband.

  • Blindramminn er 20mm. Hægt er að fá þykkari blindramma 45mm og þá bætist 20% við verðið.

ATH hvernig hlutföll henta best fyrir myndina - hafið samband ef þið eruð í vafa!

SVG file icon

Sérskornir flotrammar fyrir strigamyndir

Vegleg framsetning

Flotrammi gerir strigamyndirnar enn veglegri. Sérstaklega þegar um stærri myndir er um að ræða.

Vinsælast: Grannur flotrammi

  • Lútaður (hvíttaður með viðaráferð) - í sama tón og “Antique” myndirnar

  • Hvítur lakkaður

  • Svartur með viðaráferð

  • Svartur lakkaður

  • Ýmsir aðrir prófílar! Kíkið við til að skoða úrvalið.

SVG file icon

Vintage

Nýtt - Strigamynd á álplötu með “Vintage” viðarramma

Ný framsetning - sama verð og strigamynd með flotramma.

Fyrir lykilmyndir í stærri kantinum gæti þessi nýja framsetning hentað sumum heimilum. Hágæða útprentun á bómullarstriga með hlífðarhimnu í klassískum viðarramma gefur myndunum listrænt yfirbragð.

Vintage viðarrammar:

  • Klassískur “ljós Vintage” viðarrammi

  • Klassískur “dökkur Vintage” viðarrammi

Vintage er á sama verði og strigamynd með flotramma

SVG file icon

Verðtafla fyrir útprentun á striga - rammar eru aukalega!

Lóðrétt/lárétt - 3:2 / 4:3 Ferningslaga - 1:1 Ílangar - 2:1 / 5:2 Útprentun Flotrammi/Trérammi V.m. ramma
Strigi/Vintage ::: ::: ::: ::: :::
18x24 20x20 - 15.000 7.000 22.000
20x30 / 20x25 25x25 18x35 19.000 8.000 27.000
25x30 30x30 20x40 23.000 9.000 32.000
30x45 - 30x40 40x40 25x50 / 20x60 30.000 12.000 42.000
40x60 - 40x50 50x50 30x60 / 25x75 41.000 14.000 55.000
50x75 60x60 40x80 / 30x90 59.000 16.000 75.000
Risamyndir Square Panorama Verð Flotrammi/Trérammi V. m. flotramma
60x90 70x70 50x100 / 40x120 77.000 18.000 95.000
70x100 80x80 60x120 / 50x150 95.000 20.000 115.000
90x120 100x100 70x140 / 60x180 110.000 25.000 135.000
100x150 120x120 80x160 / 70x200 150.000 30.000 180.000

Sama verð er á “Strigamynd” og “Vintage”. Svo er innrömmun aukalega - Flotrammi eða trérammi. Verð fer eftir hlutfalli og stærð.

Öll verð eru með virðisauka. Fyrir stærri pantanir má dreifa greiðslum.

 
SVG file icon

Álmyndir með álramma

Stílhrein framsetning fyrir nútímaleg heimili.

A: Glerfrítt og glampalaust.

Í stað glers er límd hlífðarfilma yfir myndina til að verja hana óhreinindum og ágangi tímans. 

  1. Fyrst er myndin prentuð á hágæða ljósmyndapappír.

  2. Þá er hún límd á álplötu sem er stíft og endingargott efni.

  3. Síðan er hún lamineruð með filmu sem ver myndina.

  4. Loks er hún römmuð inn í álramma með upphengjum.

Rammaefnið er til í nokkrum litum: Svart, dökkgrátt, ljósgrátt, hvíttað og hvítt ásamt nokkrum viðarlitum.

Álmyndir eru ekki í standard stærðum heldur hlaupa á 5 cm.

Hægt er að fá stærri myndir en er í verðlista. Hafið bara samband.

B: Mynd á álplötu

Rammalaus fljótandi framsetning.

  1. Mynd prentuð á vandaðan ljósmyndapappír.

  2. Myndin er límd á álplötu

  3. Lamineruð með hlífðarfilma.

  4. Festingar settar á bakið þannig að myndin “flýtur” aðeins frá vegg.

SVG file icon

Verðtafla fyrir útprentun á ljósmyndapappír límt á álplötu - rammar eru aukalega!

Lóðrétt / lárétt: Ferningslaga: Ílöng (+/-) Álmynd í álramma Álmynd - fljótandi
::: ::: ::: Verð m/vsk Verð m/vsk
20x25 20x20 15x30 29.500 20.000
20x30 - 25x30 30x30 20x40 33.000 23.000
30x45 - 30x40 40x40 25x50 41.000 29.000
40x60 - 40x50 50x50 30x60 54.000 40.000
50x75 60x60 40x80 78.000 61.000
Risamyndir Square Panorama Verð m. álramma Verð fljótandi
60x90 70x70 50x100 108.000 88.000
70x100 80x80 60x120 132.000 110.000
90x120 100x100 70x140 189.000 163.000
100x150 110x110 80x160 252.000 222.000
 
SVG file icon

Ráðgjöf!

Hvað á myndin að vera stór?

Gamalt húsráð er að setja málningarteip, eða annað límband sem skilur ekki eftir sig lím, fyrir útlínurnar. Þá er auðveldara að sjá fyrir sig hvaða stærð hentar rýminu best!

 

Þarftu aðstoð við að setja upp myndavegg?

Þið getið sent okkur mynd af veggnum ykkar og við setjum upp skissur þannig að þið sjáið hvernig veggurinn gæti litið út áður en búið er að setja nokkurn nagla í vegginn.

 
SVG file icon

Stækkanir með kartoni

Klassískar stækkanir með sýrufríu kartoni/passe-partout

Stækkanir eru afhentar tilbúnar með sýrufríu kartoni sem verndar myndina. Kartonin passa beint í algengustu rammastærðir.

  1. Standard - passar í hefðbundna ramma

  2. Ferningslaga - passar í ferningslaga ramma

  3. Ílangar / panórama - passar í lengri ramma

  4. Margar saman - 2-5 myndir saman í ramma

  5. Risamyndir. Hafið bara samband.

Athugið að myndir eru í mismunandi hlutföllum: Lóðréttar/láréttar | Ferningslaga | Ílangar!

SVG file icon

Verðtafla fyrir útprentun á ljósmyndapappír með kartoni - tilbúnir rammar eru aukalega!

Lóðrétt/lárétt Karton/rammi Ferningslaga Panorama Verð m/kartoni 20% afsl. fyrir 2+
➡︎ Myndastærð/cm ⬅︎ Rammastærð - cm Mynd/karton - cm Mismunandi (hlutföll) Verð með kartoni Blæðandi mynd/án kartons
9x13 13x18 - - 7.500 6.000
10x15 15x20 10x10 - (án kartons) - 8.500 6.800
13x18 (Innifalið) 18x24 15x15 - 20x20 9x18/18x24 (2:1) 9.500 7.600
15x20 (breiður kantur) 24x30 - 12x30/18x36 (5:2) 12.000 9.600
18x24 24x30 20x20 / 30x30 14x24/21x30-A4 (16:9) 14.000 11.200
20x30 (Innifalið) 30x40 - 15x30/30x40 (2:1) 19.000 15.200
30x40 40x50 40x40 / 50x50 20x40/30x50 (2:1) 29.000 23.200
40x60 60x80 50x50 / 60x60 17x52/25x60 (3:1) 39.000 31.200
Risamyndir og sérstærðir - - - Hafið samband -
SVG file icon

Margar myndir saman í ramma

Myndir/cm Karton/rammi Verð m/kartoni Verð: karton og rammi
::: ::: ::: Verð m/vsk
2stk 10x15 24x30 - lóðrétt/lárett 12.000 18.200
3stk 13x18 25x60 - lóðrétt/lárett 15.200 24.200
4stk 10x15 25x60 - lóðrétt/lárett 22.800 31.800
5stk 10x15 25x60 - lóðrétt/lárett 34.000 43.000
4stk 10x10 (2x2 Instagram) 30x30 - ferningslaga 27.200 33.400
6stk 10x10 (2x3 Instagram) 30x40 - lóðrétt/lárett 40.800 48.300
9x 9x9 (3x3 Instagram) 40x40 - ferningslaga 54.000 61.500
SVG file icon

Magntilboð

20% afsláttur fyrir fleiri en eitt eintak af sömu mynd í sömu stærð ➡︎ 2+

Magntilboð: Verð með kartoni Blæðandi (án kartons)
::: ::: Verð m/vsk
Sama mynd í sömu stærð - 2 eða fleiri -20% -40%
10 eða fleiri eins myndir í 10x15 3.900/stk 3.200/stk
10 eða fleiri ólíkar myndir í 10x15 4.900/stk 3.100/stk
10 eða fleiri eins myndir í 13x18 5.900/stk 4.700/stk
10 eða fleiri ólíkar myndir í 13x18 6.900/stk 5.500/stk
SVG file icon

Rammar

Tilbúnir rammar - staðlaðar stærðir - gott verð

Vandaðir myndarammar úr gegnheilum viði.

Ferkantaður prófíll - margar stærðir

Til í eftirfarandi tónum:

  • Lútaðir - hvíttaðir með viðaráferð

  • Svartir - lakkaðir

Rammarnir eru frá Nielsen Bainbridge einum stærsta rammaframleiðanda í heimi.

SVG file icon

Verðtafla fyrir tilbúna ramma í stöðuðum stærðum

➡︎ Rammastærð ⬅︎ Myndastærð Ferningslaga Ílangir - Panorama Quadrum-Sv/Lút: Scandic-Svart:
Lóðrétt/lárétt Lóðrétt/lárétt ::: ::: Q-verð m/vsk Sc-Verð m/vsk
13x18 9x13 - - 2.900 -
15x20 10x15 - - 3.500 -
18x24 13x18 - Innifaldar í pökkum 20x20 (mynd 15x15) 18x24 (mynd 9x18) 3.900 2.900
21x30 - A4 - - 21x30 A4 (mynd 14x24) 4.500 -
24x30 18x24 / 15x20 30x30 (mynd 20x20) 25x50 (mynd 17x42) 4.900 -
30x40 20x30/22x33 - Innifaldar 40x40 (mynd 30x30) 30x50 (mynd 20x40) 5.900 -
40x50 30x40 - 25x60 (mynd 17x52 eða margar saman!) 6.900 -
Stærri rammar og sérskornir - - - Hafið samband -
SVG file icon

Myndabækur

Innbundnar myndabækur eru varanlegar minningar með fjölda eigulegra mynda

Sérhannaðar bækur í einu eintaki með 10, 20 myndum eða eins mörgum og þið viljið :-)

Það má velja fleiri myndir í bókina en það sem er innifalið. Aukamyndir í bækur eru ódýrustu útprentanirnar.

Myndabækurnar er sérhannaðar fyrir hvern og einn.

Myndirnar eru ca 11x16 cm. Það fer þó eftir hlutföllum, lóðrétt, lárétt, ferkantað eða heil opna. 

Myndabók er eiguleg minning og fyrirtaks gjöf. Þær henta fyrir nýbura, barna-, fermingar-, stúdenta- og fjölskyldumyndatökur.

20% afsláttur af aukabókum…

Myndabók með álímdri kápu. 20x20 eða 30x30cm. 20+ myndir

SVG file icon

Verðtafla fyrir myndabækur:

Myndabækur - harðspjalda eða álímd kápa Stærð Kápa Innif: Grunnverð: Aukamyndir í bók
Myndabækur í pökkum eru með um 25% afsl. ::: ::: ::: Verð m/vsk Verð m/vsk
Harðspjalda myndabók með 12+ myndum. Svört eða hvít kápa 20x20cm Svört/hvít kápa 12+ myndir 19.000 3.500/aukamynd + stafræn fylgir
Myndabók 20x20cm með mynd og nafni á kápu - 16+ myndir (ekkert hámark) 20x20cm Myndakápa 16+ myndir 29.000 3.500/aukamynd + stafræn fylgir
Aukamyndir í bækur - einnig afhent stafrænt 10x15cm - Stakar myndir - 3.500 stk.
10+ aukamyndir í bækur (20% afsl.) - einnig afhent stafrænt 10x15cm - 10+ myndir - 2.500 stk.
2 eða fleiri eins bækur (má breyta 1-2 myndum) 20x20cm/30x30 - - - 20% afsl. af aukabókum
 
SVG file icon

MYNDSKRÁR

Stafrænar myndir til að eiga og deila

SVG file icon

Net-upplausn

Net-upplausn/skjá-upplausn fylgir með myndatökum - 1.600pixlar / 10x15cm

Stafrænar myndir í stærð 10x15cm eða 1.600 pixlar svokölluð netupplausn / skjáupplausn.

Með "unnum" myndum er átt við að þær eru skornar til og yfirfarnar, sár og marblettir fjarlægðir o.fl.

Ef myndatakan heppnast vel getið þið fengið fleiri myndir umfram það sem er innifalið í myndatökunni.

Hægt er að fá stærri fæla eða allt að A3+ stærð sem er ca 5.000 pixlar eða fyrir stækkanir 40x60cm og enn stærri. Sjá “Prentleyfi

Þið getið líka fengið auka “stafræn eintök” sem eru ekki í bók.

SVG file icon

Verðtafla fyrir myndskrár í takmarkaðri upplausn:

Stafrænar myndir Prentstærð/pixlar Fjöldi Verð/stk
::: ::: ::: Verð m/vsk
Aukamyndir stafrænt í netupplausn - (ca A6) 10x15cm / 1.600px 1 2.500
10 eða fleiri stafrænar aukamyndir í netupplausn - 10+ 10x15cm / 1.600px 10+ 1.900
Aukapassamynd - lítil / 600px 5cm/600px 1 1.500
SVG file icon

Prentupplausn með prentleyfi

Full prentupplausn til að geta unnið úr myndunum sjálf

Með "Prentleyfi" getið þið unnið sjálf úr myndunum (til eigin nota).

Myndskrárnar (fælarnir) eru þá afhentir í hærri upplausn en það sem er innifalið. Það getur verið allt frá miðlungs stækkunum upp í risamyndir.

Það eru kostir og gallar sem fylgja því. Það getur kostað minna, sérstaklega ef þið viljð prenta margar eins myndir, eða velja aðra framsetningu en ég býð uppá. Á móti kemur að þá hef ég minni stjórn á lokaútkomu. Myndir eru í raun ekki fullunnar fyrr en listamaðurinn er búin að fullvinna myndirnar, prenta og setja í karton eða ramma. Til þess er fagfólkið…

SVG file icon

Verðtafla fyrir myndskrár í fullri prent-upplausn:

Stafræn afhending Skýring Prentstærð/pixlar Verð
::: ::: ::: Verð m/vsk
Prentleyfi A3+ - Stök mynd í fullri upplausn Hægt að prenta að vild t.d strigamyndir, stækkanir o.fl. A3+ - 30x40cm / 5.000px 18.000
Prentleyfi CD10 - 10 myndir í fullri upplausn 10 fullunnar myndir sendar stafrænt á netfang A3+ - 30x40cm / 5.000px 65.000
Prentleyfi CD20 - 20 myndir í fullri upplausn 20 fullunnar myndir sendar stafrænt á netfang A3+ - 30x40cm / 5.000px 125.000
SVG file icon

Full ljósmyndaþjónusta

Útprentun og innrömmun

Allt á einum stað svo að þið losnið við allt vesenið

Ég er með áratuga reynslu af myndatökum, myndvinnslu, hönnun og útprentun. Fólk kemur til mín til að fá TOPP MYNDIR og FULLA ÞJÓNUSTU. Þú þarf því ekki að þeytast út um borg og bý til að leita að útprentun, innrömmun eða annarri prentþjónustu hjá mörgum aðilum sem hafa minni ástríðu fyrir “mínum” verkum..

Fagmennska tryggir gæðin

Ég nota fyrsta flokks prentefni og hágæða prentara, 8 lita Epson P8000 með litarefni sem endist í 100+ ár. Þá er ég með innrömmunarþjónustu til að skila myndverkum tilbúnum til að hengja upp á vegg.

Jón Páll ljósmyndari hefur verið að búa til myndir síðan hann byrjaði að fikta við ljósmyndun í MA 1985. Fullkomnunarárátta ljósmyndarans sér um að útprentun, innrömmun og frágangur verði fyrsta flokks og endist ævilangt.

Persónulegri listaverk eru vandfundin

SVG file icon

Myndir, texti og vefhönnun ©Jón Páll Vilhelmsson