Póstlistaskráning
Skráðu netfangið þitt og fáðu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
AfskráNýjustu fréttir
Hér fyrir neðan má sjá nokkur skemmtileg myndskeið á Youtube.com af Jóni Páli...

 

Fréttir
05.02.07
Jón Páll, álfar og fjöll

Sena afhenti á dögunum tvær gullplötur en þá viðurkenningu hljóta listamenn sem selt hafa yfir fimm þúsund eintök af plötum sínum eða mynddiskum.

Annars vegar er það heimildarmyndin Þetta er ekkert mál sem selst hefur í hátt í sex þúsund eintökum.

Myndin sem fjallar um kappann Jón Pál Sigmarsson var einnig vel sótt í kvikmyndahúsum. Um 12 þúsund manns sáu myndina í bíó en það er besta aðsókn sem íslensk heimildarmynd hefur fengið.

Hin gullplatan var veitt þeim Friðriki Karlssyni og Þórunni Lárusdóttur fyrir plötu sína Álfar og fjöll, sem kom út fyrir síðustu jól.


Fréttin er fengin á mbl.is